Augnlæknar Reykjavíkur sinna öllum almennum augnlæknum. Hjá okkur starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í augnlækningum.
Augnlæknar stöðvarinnar hafa sótt sérfræðimenntun sína til Svíþjóðar, Noregs, Bretlands, Skotlands og Bandaríkjannna. Sérfræðinámið tekur að jafnaði 4 til 6 ár og með aukinni tækni og þekkingu hafa orðið til ýmsar undirsérgreinar. Hefur það verið mikill styrkur fyrir fagið hversu fjölbreytta menntun augnlæknar hafa hlotið og einnig hafa góð tengsl við ýmsa erlenda háskóla verið fræðigreininni og sjúklingum til hagsbóta. Sjúklingar okkar eru á öllum aldri - ungir jafnt sem aldnir.
Við stöðina starfa 12 sérmenntaðir augnlæknar sem eru sérhæfðir í öllum helstu undirsérgreinum augnlæknisfræði, t.a.m. barnaaugnlækningum, sjónhimnu og augnbotnasjúkdómum, hornhimnusjúkdómum, glákusjúkdómum, augnskurðlækningum, augnlokaaðgerðum og laserlækningum.